Osteópatískar lækningar er heildræn nálgun við læknisfræði - heildarmeðhöndlun á manneskjunni í stað einkenna. Með áherslu á fyrirbyggjandi meðhöndlun, hjálpa osteópatar skjólstæðingum sínum að þróa með sér sterkt viðhorf og lífsstíl sem vinna ekki bara gegn verkjum og veikindum, heldur til að koma í veg fyrir þau líka.

Upprunni Osteópatíu

Osteópatía á upprunna sinn árið 1874 í Bandaríkjunum af skurðlækni að nafni  Dr. Andrew Taylor Still. Hann var ósammála starfshættum lækna á þeim tíma, þar sem læknar notuðust mest megnis við remedíur. Dr. Still vildi breyta þeim starfsháttum í meira „hands on“ nálgun í stað remedía sem læknar ávísuðu á veikt fólk. Læknasamfélagið var ekki tilbúið til að breyta sínum starfsháttum og því sleit hann sig frá læknasamfélaginu og stofnaði osteópatíu. Enn fremur hefur læknasamfélagið í USA samþykkt og innleitt osteópatíu sem kröftugt lækningar kerfi fyrir stoðkerfið og geta læknanemar í dag sérhæft sig sem læknar í osteópatíu. Þess má geta að í bandaríkjunum eru 1% af læknum sérhæfðir í osteópatískum lækningum og talið er að þeir þjónusta um 10% af markaðnum sem leita til lækna vegna stoðkerfa.

Frá upprunna osteópatíu hafa margir reynt að skilgreina osteópatíu með einni setningu eða málsgrein án árangurs sem hefur verið akkilesarhæll osteópata. Því hefur markaðssetning og fræðsla til að upplýsa almenning fyrir osteópatíu og hvað osteópatar gera, verið vægast sagt erfið.

Staðlar Osteópata eru:

  • Samskipti og samstarf við skjólstæðinginn

  • Kunnátta, færni og frammistaða.

  • Öryggi og gæði á öllum sviðum

  • Fagmennska

Osteópatar ganga í gegnum 4-5 ára háskólanám sem gefur B.Sc. og M.Sc. gráðu. Osteópatía er heildræn og einstaklingsmiðað líkams meðhöndlunkerfi sem telst til samlækninga (complimentary medicine) sem notast við það besta úr hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum (alternative medicine). Osteópatía gengur fyrst og fremst út á að skilja líkamann á mjög djúpu stigi og hvernig strúktúrar og kerfi líkamans vinna saman eins og ein heild. Ekki bara á stoðkerfið, heldur einnig miðtaugakerfið, ósjálfráða taugakerfi (Autonomic Nervous System), hormónakerfi, líffæri líkamans o.fl. kerfi, ásamt hvernig þau geta haft áhrif á stoðverki og öfugt (viscero-somato/somato-visceral). Af því sögðu má segja að osteópatar séu sérfræðingar í að skilja hvernig líkaminn og öll kerfi og strúkturar hans virka, enn frekar hvernig þau virka rétt. Með þeim skilningi er auðveldara að skilja þegar líkaminn virkar ekki rétt.

Til að gera sér betur grein fyrir starfi osteópata er hægt að segja að hann starfi líkt og sjúkranuddari og hnykkjari með greiningarþátt bæklunarlækninga, ásamt fleiru sett undir sama hatt. Meðferðar úrræði eða tæknir sem osteópatar nota er breið sem líkja má við verkfærakistu iðnaðarmanns þar sem hann getur valið á milli verkfæra eftir hvaða verkefni hann er í. Til að ná fram jákvæðum bata utanverðan sem innanverðan líkamans, meðhöndla osteópatar stoðverki skjólstæðings síns í gegnum liðkerfi-, vöðva- og aðra mjúkvefi líkamans með viðeigandi, heildrænni (líkami, hugur og sál) og vandlega völdum meðferðartæknum til að endurheimta fyrra heilbrigði, blóðflæði og óhindruð taugaboð. Til þess eru notaðar margs konar aðferðir svo sem nudd, liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð og liðlosun með eða án hnykkingum, auk fjölda annarra tækna.

Það eru einmitt þessar fjölbreyttu aðferðir við greiningu og meðhöndlun sem gera það vert að reyna osteópatíu þótt aðrar aðferðir hafi ekki ráðið bót á vandamálinu.

Einnig gefur osteópati ráð um æfingar og breytingar á starfsháttum og venjum ef við á til að flýta fyrir árangri (forvörn/endurhæfing). Taka skal fram að ekki er skilyrði að röntgenmyndataka áður en hnykkir eru framkvæmdir samkvæmt fyrirmælum osteópata- og hnykkjara samtaka í heiminum, en þau hafa ráðlagt gegn tilefnislausum röntgenmyndatökum og byggja meðferð sína á þeim.

Fimm stoðir osteópatíu

  • Mannslíkaminn er ein eining

  • Hæfni líkamans til að ná fram jafnvægi og lækna sjálfan sig

  • Sómatíski hluti sjúkdómsins (Líkamleg, hugræn, félagsleg o.fl.)

  • Náin og órjúfanleg tengsl á milli líkamsbyggingar og virkni hans

  • Meðhöndlun með tilliti til heildar umönnun skjólstæðingsins.

Osteópatar þekkja þann mikilvægan hlekk á milli mismunandi strúktúra líkamans og hvernig þeir virka saman.

— Dr. Andrew Taylor Still