Um okkur

Sævar Ingi Borgarsson
Þjálfari

 

Heilsustofan sérhæfir sig í öllum stoðverkjavandamálum. Við tökum á móti öllum aldurshópum, ungabörn sem eldri borgara og fólk úr öllum stéttum samfélagsins. Nálgun okkar með öll stoðverkjavandamál er að koma af stað jákvæðum bata skjólstæðinga okkar, upplýsa skjólstæðinga okkar á umfangi stoðverkjana, birtingamynd þeirra, hvað viðkomandi þurfi að gera til að auka og hraða batanum og meðferðaplan. 

Algeng stoðverkjavandamál sem við rata inn til okkar, eru t.d. ungabörnum (0-7 ára) t.d. magakveisur, eyrnabólgur, totticollis, bakflæði, axlarklemmu frá fæðingu o.fl. Krakkar (7-14 ára) með ökkla-, hné-, mjóbaks verki frá álagi í íþróttum og í sumum tilfellum koma inn til okkar höfuð, háls og herðar vandamál sem geta tengst ofnotkunar á snjallsímum/spjaldtölvum. Hjá fullorðnum fáum við til okkar öll stoðverkjavandamál (liðamót, vöðvar, sinar, liðbönd, brjósk og bein).

Einnig fáum við til okkar fólk með sjaldgæfari vandamál þar sem fólk hefur þrætt hefðbundnar lækningar (heilbrigðiskerfið) sem og óhefðibundnar lækningar án árangurs. T.a.m. höfuðverki, bílslys eða aðra háorku áverka með alvarlegum langvarandi einkennui eins og „whiplash“, Eyrnaverki með suð/hljóð einkennum, svima og ógleði. Einnig leita til okkar einstaklingar með asthma og meltingakerfisvandamál. Við læknum enga sjúkdóma en fólk leitar til okkar til að draga úr líkamlegum stoðverkjum sem geta myndast út frá sjúkdómnum. T.d. líkamleg einkenni af völdum asthma geta verið verkir í brjóstbaki framan og aftan, hálsverkir o.fl. Með því að auka hreyfanleika og þennslu á rifbúrinu þá dregur það bæði úr einkennum og eykur lífsgæði einstaklingsins.   

 

Ekki bíða, komdu strax.

Pantaðu tíma í ráðgjöf og ræðum málin.

Hafa samband

Staðsetning

Heilsustofan

Flugvallarbraut 701

235, Iceland

+3548626911

saevar@heilsustofan.is